Svartir sokkar eiga alltaf að vera í lagi hvort sem farið er í vinnu,veislu eða annað.
Ódýrir sokkar pirra fætur, passa og endast illa, hætta er á að fætur verði rakir og byrja að lykta.
Ekkert er verra en að sjá ljóta, slitna og mislita sokka.
Fer mikill tími í að sortera sokka eftir þvottinn? Þú sleppur við það vandamál með sokkum frá okkur. 2 hreinir sokkar úr skúffunni á hverjum morgni. Þeir eru allir eins, alltaf.
Við setjum gæði og einfaldleika í algeran forgang.

Sokkarnir okkar passa á flesta karla á Íslandi sem nota sokka. Við vitum að karlar vilja vera í þægilegum, vönduðum svörtum sokkum alla daga og þess vegna seljum við svarta sokka í magnpakkningum sem heldur verðinu niðri og kemur ekki niðri á gæðum.

Við viljum ekki að okkar viðskiptavinir séu óánægðir og upplifa það að kvartað sé yfir gæðum vörunnar eða þjónustu okkar en ef einhver óánægður og vill skila svörtum sokkum þá endurgreiðum við vöruna með burðargjaldi.